Nýjasta nýtt‎ > ‎

Æfingar komnar á fullt

posted Jan 23, 2012, 6:14 AM by Kolbrun Halldorsdottir   [ updated Jan 23, 2012, 6:16 AM ]
Jæja, þá eru æfingar byrjaðar á fullum krafti. Þetta verður spennandi vor þar sem ungversk og íslensk lög verða í burðarhlutverki. Mörg af þessum íslensku lögum hefur kórinn sungið áður, fyrir mislöng síðan og því löngu orðið tímabært að rifja þau upp. Þetta eru lög eins og Ó, undur lífs, Sköpun, fæðing, skírn og prýði og fleiri perlur sem okkur þykir vænt um. 
Ástæðan fyrir þessum áherslum á ungverskt og íslenskt er sú að í Júní ætlar kórinn að bregða undir sig betri fætinum og heimsækja æskuslóðir Ágotu stjórnanda í Ungverjalandi. Þetta verður 9 daga söng- og skemmtiferð og við getum hreinlega ekki beðið eftir því að stinga tánum í Balatonvatn.
Áður en við skellum okkur í sæluna munum við halda tvenna tónleika í Fella og Hólakirkju, þann 16. og 20. maí. 
Þangað til munum við æfa og æfa og syngja og syngja. Það er svo gaman.
Comments