Nýjasta nýtt‎ > ‎

Fyrsta æfing haustannar 2016

posted Sep 30, 2016, 7:53 AM by Kolbrun Halldorsdottir
Kvennakór Reykjavíkur er kominn heim eftir frægðarför til Spánar þar sem kórinn tók þátt í alþjóðlegri kórakeppni á Lloret de mar. Kórinn fékk gulldiplómu í öllum þeim flokkum sem hann tók þátt í. 
Það eru því eldheitar og sprækar kórkonur sem hefja spennandi haustönn á mánudaginn 3.október. Við viljum endilega fá að deila gleðinni og bjóðum því nýjar kórkonur hjartanlega velkomnar. Ef þig langar til að taka þátt í skemmtilegu og fjölbreyttu kórstarfi og ert á aldrinum 20 - 50 ára, hafðu þá samband með því að senda tölvupóst á postur@kvennakorinn.is.

Við hlökkum til að heyra frá þér.
Comments