Nýjasta nýtt‎ > ‎

Fyrsta æfing vorsins 2012

posted Jan 5, 2012, 8:55 AM by Kolbrun Halldorsdottir   [ updated Jan 5, 2012, 9:10 AM ]
Jæja þá er loksins komið að því, fyrsta æfing vorsins 2012 er á miðvikudaginn 11.janúar.  Að venju æfum við á Vitatorgi á mánudögum kl 18:30 og miðvikudögum kl 20.  
Það stefnir í svakalega skemmtilega vorönn þar sem við munum syngja, syngja, syngja og grunar mig að hápunktur annarinnar verði þegar kórinn, ásamt fylgifiskum, mun skella sér í söngskemmtiferð til Ungverjalands. Þar ætlum við að skoða heimaslóðir Ágotu stjórnanda, skoða kastala, smakka vín, sigla niður Dóná, halda nokkra tónleika, baða okkur í Balaton vatni og skemmta okkur vel og vandlega.

Ef þig langar að vera með, þá er um að gera að hafa samband við Ágotu í síma 6901867 eða í tölvupósti á jagota@internet.is

Þessar myndir voru teknar í síðustu utanlandsferð, þá fór kórinn í Þrándheims í Noregi. Eins og sést er voru stelpurnar í góðu stuði, ekki nóg með að þær hafi sungið fyrir gesti og gangandi, heldur dönsuðu þær líka. Þeim er ekkert ómögulegt þessum konum :)

  


Comments