Nýjasta nýtt‎ > ‎

Kvennakór Reykjavíkur á Árshátíð Eimskips

posted Feb 8, 2013, 7:04 AM by Kvennakór Reykjavíkur
Kvennakór Reykjavíkur var beðinn um að koma og syngja nokkur létt og skemmtileg lög á Árshátíð Eimskips, sem fór fram þann 2.febrúar sl.
Við vorum sérstaklega beðnar um að syngja Sjómannavalsinn - en það lag hljómar í auglýsingum Eimskips - og tókum við vel í það og æfðum það upp og sungum með glæsibrag. 
Einnig fluttum við Reykjavíkurdætur, Ég er komin heim, Kenndu mér að kyssa rétt og This little light of mine, þar sem Guðbjörg Gylfadóttir söng einsöng af stakri prýði. 
Þetta var einstaklega skemmtilegt og það sannaðist enn og aftur hvað það er gaman í félagsskap þessara yndislegu kórkvenna :)

Einnig sungum við á þorrablóti félagsmiðstöðvar aldraðra á Vitatorgi á fimmtudaginn 31.jan. Þar tókum við létta generalæfingu á áðurnefndum lögum og var það alveg sérlega skemmtilegt. Fólkið kunni vel að meta sönginn okkar og klappaði og söng með. Ágota gat ekki verið með okkur þar, en Vilberg kom með okkur og spilaði undir og tókst þetta sérlega vel.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem Svanhildur í 1.alt fékk sendar frá Árshátíð Eimskips.


Comments