Nýjasta nýtt‎ > ‎

Video frá Jólatónleikum 2012

posted Dec 5, 2012, 8:58 AM by Kolbrun Halldorsdottir
Gunnar Jónatansson, betur þekktur sem maðurinn hennar Rósu, tók upp nokkur lög á fyrri tónleikunum í Fella- og Hólakirkju, þann 29. nóvember 2012.
Tónleikarnir voru tileinkaðir Ingibjörgu Þorbergs, sem varð 85 ára í október sl.

Fyrst er það Jólakötturinn sjálfur eftir Ingibjörgu, í snilldar útsetningu eftir Vilberg Viggósson. Sigríður Thorlacius syngur með okkur í þessu lagi. Okkur þykir þetta sérlega flott og skemmtileg útsetning og virkilega gaman að flytja það.

Næst er það Hin fyrstu jól, einnig eftir Ingibjörgu. Kórkonur sungu af tilfinningu og innlifun, til þess að færa jólaandann beint í hjarta tónleikagesta. Sigríður gerði það líka.


Næst er það Ave Maria eftir Sigvalda Kaldalóns. Án efa fallegasta Marían. Eða það finnst mér. Einsöngur er sem fyrr í höndum Sigríðar Thorlacius, sem er í ár tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunana sem besta söngkonana. Þvílíkur heiður að fá að syngja með svona frábærri söngkonu.


Við endum þetta á Litla Trommustráknum. Uppáhaldið okkar allra, Patrik, stendur sig eins og hetja í hlutverki hans.

Comments