Nýjasta nýtt‎ > ‎

VIVA LA DIVA - Nýárstónleikar Kvennakórs Reykjavíkur

posted Jan 5, 2016, 3:38 AM by Kolbrun Halldorsdottir
"Viva la diva"
 
Í vetur bregður Kvennakór Reykjavíkur út af vana sínum og heldur nýárstónleika í stað jólatónleika. Laugardaginn 16. janúar mun kórinn halda tvenna tónleika sem verða í Tjarnarbíói kl. 16:00 og kl. 20:00. Þar mun kórinn fagna nýju ári með flutningi á fagurrri tónlist í anda nýársgleðinnar. Upphafin verður dívan sem býr innra með öllum konum og sungið verður meðal annars um Dóná svo bláa, staldrað við í Brúðkaupi Fígarós, hjá hinni blóðheitu Carmen og einnig hjá Kátu ekkjunni. Einnig verður sungið um ástina, draumaprinsa og dramatík og ættu flestir að þekkja vel valin lög á dagskránni, en þar eru perlur eftir m.a. Adele, Queen, Ennio Morricone, Arthur Hamilton og fleiri. Stjórnandi kórsins er Ágota Joó og undirleik og hljómsveitarstjórn annast Vilberg Viggósson.
 
Við bjóðum vini og velunnara hjartanlega velkomna á tónleikana og bendum á að best er að fá miða hjá kórkonum sjálfum eða með því að senda tölvupóst á netfangið postur@kvennakorinn.is. Miðaverð í forsölu er kr. 3.000 en við innganginn kostar miðinn kr. 3.500.
 


Comments