Nýjasta nýtt‎ > ‎

Vortónleikar Kvennakórs Reykjavíkur

posted May 14, 2013, 6:35 AM by Kolbrun Halldorsdottir


Kvennakór Reykjavíkur auglýsir vortónleika kórsins í Fella- og Hólakirkju, 26.maí 2013, kl.17:00

Kvennakór Reykjavíkur var stofnaður 1993 og heldur upp á tuttugu á afmæli sitt í ár.
Til að fagna þessum tímamótum hélt kórinn tónleika, sem báru nafnið Frá konu til konu í Eldborgarsal Hörpu ásamt öllum kórum, sem starfað hafa í tengslum við Kvennakór Reykjavíkur. Og nú er komið að því að fagna með vortónleikum kórsins réttum tuttugu árum eftir fyrstu tónleika hans.

Vortónleikarnir bera keim vorkomu og gleði. Litið er um öxl og rifjuð upp lög frá tuttugu ára ferli í bland við nýtt efni. Sungin verður íslensk tónlist, gömul og ný. Ísland farsælda Frón, þjóðlag við ljóð Jónasar Hallgrímssonar; Þó þú langförull legðir eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Stephans G. Stephanssonar; Breyttur söngur eftir Þóru Marteinsdóttur við ljóð Huldu og Líttu sérhvert sólarlag, lag og ljóð eftir Braga Valdimar Skúlason. Í erlenda lagavalinu er mikil fjölbreytni. Hátíðleg, skemmtileg, ljúf og létt tónlist og jafnvel má búast við einhverju óvæntu. Víst að allir finna þar tónlist við sitt hæfi.

Stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur er Agota Joó. Píanóleik annast Vilberg Viggósson og Hávarður Tryggvason leikur á kontrabassa.

Miðaverð: 3000 kr./ 2500 kr. í forsölu. Miðar fást hjá kórkonum, í síma 8966468 eftir kl 17 eða á postur@kvennakorinn.is

Comments