Sagan‎ > ‎

2004

Árið 2004 bar svip af undirbúningi og fjáröflun fyrir utanlandsferð sem var fyrirhuguð til Norðurlandanna og Eistlands. Það var víða sungið m.a. á Skrúfudegi Sjómannaskólans og á degi Skólavörðustígsins. Bakað fyrir BSRB 1. maí í fyrsta sinn, haldið páskabingó og leiknir áhorfendur í spurningaþáttum á Stöð 2.
Einnig skemmtu kórkonur sér á Októbergleði í hrekkjavökustíl og héldu „svuntukvöld“ á árshátíð í Munaðarnesi.



Vortónleikar 2. maí

Tónleikarnir voru í Langholtskirkju og sungin sænsk þjóðlög og lög eftir Karin Rehnquist. Endurflutt var „Ég hlusta á þær glóa“ eftir Misti Þorkelsdóttur og nokkur létt lög sungin í restina. Jón Ólafur Sigurðsson sagði um vortónleikana í MBL: „Ut i vor hage var fallega sungið með réttum áherslum sem er sjaldgæft að heyra hérlendis... sænski framburðurinn var mjög góður....gott jafnvægi er í kórnum...í gospel lögunum sýndi kórinn að hann getur sungið kröftuglega með fyllingu...“.  











Ævintýri í Vestmannaeyjum 

Helgina 14. - 16. maí dvöldu kórkonur í Vestmannaeyjum. Kórinn flutti þar söngdagskrána „Ævintýri enn gerast“ með Páli Óskari Hjálmtýssyni og hljómsveit Vignis Þórs Stefánssonar; stjórnandi var Sigrún Þorgeirsdóttir.  Tónleikarnir í Höllinni voru vel sóttir og var flytjendum fagnað með langvinnu lófaklappi í lokin. 

Aðventutónleikar í Grafarvogskirkju 2. desember og 5. desember

Að þessu sinni voru aðventutónleikar Kvennakórs Reykjavíkur í Grafarvogskirkju.
Flytjendur með kórnum: Hulda Björk Garðarsdóttir, sópran, Sesselja Kristjánsdóttir, messósópran og Jóhanna Halldórsdóttir, alt. Strengjasveit: Hjörleifur Valsson, Helga S. Torfadóttir og Örnólfur Kristjánsson. Marteinn H. Friðriksson lék á orgelið.  Flutt voru: Magnificat anima mea Dominum eftir Bach og Missa Brevis eftir Mozart.

Jólasamsöngur Kvennakórs Reykjavíkur

Eins og undanfarin ár, bauð Kvennakór Reykjavíkur styrktarfélögum sínum til jólasamsöngs. Samsöngurinn var haldinn í sal Ferðafélags Íslands, Mörkinni 6, 8. desember. Kórskóli Kvennakórsins, Senjorítur og Kvennakórinn fluttu nokkur lög.  Í lokin sungu allir jólalögin og hápunkturinn var „Þrettán dagar jóla“ sem var flutt með miklum tilþrifum og allir fengu heitt súkkulaði með smákökum.  

Eins og undanfarin ár, söng kórinn við morgunmessu í Kristskirkju, Landakoti, annan í jólum.



Comments