Sagan‎ > ‎

2006


Æfingabúðir að Flúðum 3. til 5. mars.
Æfingabúðir voru að Flúðum í stað Munaðarness. Gist var á hótelinu og haldnir tónleikar 4. mars, þar söng Kvennakórinn í Félagsheimilinu á Flúðum ásamt Karlakór Hreppamanna.  

Sungið var við messu í Grafarvogskirkju 12. mars

Auglýsing fyrir Sparisjóð Reykjavíkur
Til fjáröflunar fóru 50 konur í Háskólabíó 29. apríl, í útskriftarfötum til að leika í auglýsingu fyrir Sparisjóð Reykjavíkur.

1. maí

Þann 1. maí sá kórinn um kaffi fyrir BSRB í þriðja sinn.


Á tali
Hluti af kórnum söng í þætti Hemma Gunn, á Bylgjunni, 7. maí, til auglýsingar fyrir  vortónleika.
„Lífið er söngleikur“

Vortónleikarnir voru settir upp með búningum og leikrænum tilburðum, undir stjórn Ingunnar Jensdóttur. Einsöngvarar voru stjórnandinn okkar Sigrún Þorgeirsdóttir, Friðrik Ómar Hjörleifsson og nokkrar konur úr kórnum. Hljómsveitarstjóri var Vignir Stefánsson, píanóleikari kórsins og vakti sýningin mikla lukku. Í september var farið með sýninguna til Hafnarfjarðar og einnig norður í land.  Sungið var á Dalvík, heimabæ karlstjörnunnar okkar, Friðriks Ómars, og einnig sungið í hvelfingunni í Laxárvirkjun. 

120 ára afmæli Landsbanka Íslands
Þann 1. júlí var sunginn afmælissöngur ásamt börnum kórkvenna fyrir Landsbankann.

Orkuhúsið að Grensásvegi 9

Í október fluttust æfingar Kvennakórs Reykjavíkur og Senjóríta í Orkuhúsið að Grensásvegi 9.

Októberfest heima hjá Sigrúnu kórstjóra
Sigrún bauð kórkonum og mökum heim til sín og þar var mikið sungið og hlegið.

„Hausttónar“

Í stað aðventutónleika voru haldnir kirkjulegir tónleikar án jólalaga 18. nóvember. 

Jólasamsöngur 6. desember í Breiðholtskirkju
Hinn árlegi jólasamsöngur fyrir styrktarfélaga var haldinn í Breiðholtskirkju þar sem kórarnir sungu og gestir tóku lagið. Allir drukku súkkulaði og gæddu sér á smákökum. 

Annar í jólum
Annan í jólum var sungið við morgunmessu í Kristskirkju Landakoti. Flutt voru verk frá hausttónleikunum ásamt hefðbundnum sálmum við undirleik Úlriks Ólasonar, organleikara kirkjunnar.Comments