Senjorítur‎ > ‎

Afrekaskrá Senjorítanna

1996
Senjórítur sungu í fyrsta sinn opinberlega á 10 ára afmælihátíð Félags eldri borgara í Laugardalshöll 14. mars. 
Á sumardaginn fyrsta var skemmtun á Ægisgötunni þar sem Senjórítur og Kvennakórarinn sungu.
Senjórítur buðu  Kvennakór Hafnarfjarðar á skemmtuin á Ægisgötunni 16. nóv. Báðir kórarnir sungu og kaffiveitingar voru í boði Kvenakórs Rvk. Einstaklega vel heppnað kvöld.

1997
 Í apríl voru Senjórítur boðnar til Kvennakórs Hafnarfjarðar. Kórarni sungu hvor um sig nokkur lög og síðan 2 lög saman. Mjög ánægjulegt kvöld.
Senjórítur komu fram á vortónleikum hinna ýmsu hópa Kvennakórs Reykjavíkur í Langholtskirkju og einnig á Aðventutónleikum Kvennakórs Reykjavíkur í Hallgrímskirkju.

1998
Á sumardaginn fyrsta sungu Senjórítur nokkur lög á kaffisölu Kvenfélagsins Seltjörn í Félagsheimili Seltjarnarness
Vortónleikar í Grensáskirkju ásamt Gospelsystrum og Stúlknakór Reykjavíkur.
Aðventutónleikar í Víðistaðakirkju ásamt Gospelsystrum.

1999
Tónleikaferð til Hveragerðis.  Sungið á Heilsuhæli Náttúrulæknigafélagsins. Síðan farið í Hveragerðiskirkju og sungið ásamt Söngsveit Hveragerðis. Eftir konsertinn bauð Söngsveitin til dýrðlegrar veislu og Senjórítur héldu heim þakklátar fyrir góðarmóttökur og og yndislegan dag.

2000
Vortónleikar Kvennakórs Reykjavíkur 8. apríl í Langholtskirkju voru haldnir í samvinnu við Senjóríturnar.
Senjóríturnar og Söngsveit Hveragerðis héldu tónleika í Grensáskirkju í apríl og eftir konsertinn var gestunum boðið í veitingar, sem konur úr 2. sópran sá um með miklum sóma. Mjög lofsamleg umsögn birtist í Morgunblaðinu um þessa tónleika.
Norræna kvennakóramótið var haldið í Reykjavík. Það sóttu 1000 konur. Senjórítum var boðið að vera með og nokkrar þáðu það góða boð.
Jólasamsöngur í Ými þar sem Senjórítur komu fram ásamt fleiri kórum.

Norræna kóramótið.


2001
Senjórítur héldu vortónleika sína Langholtskirkju, Kvennakór Reykjavíkur var gestur þeirra og sungu kórarnir sitt í hvoru lagi en að síðustu 2 lög saman.
Senjórítur voru beðnar um að syngja 9. des. á aðventukvöldi í Digraneskirkju, sem þær gerðu með gleði.
Sameiginlegur jólafagnaður í Ými 13. des. þar sem hver kór söng nokkur lög og svo var auðvitað mikill sameiginlegur söngur.  Sigrún Þorgeirsdóttir stjórnaði öllu af miklum skörungsskap !

Vortónleikar í Langholtskirkju.

2002 
Senjórítur voru beðnar um að syngja við messu í Seltjarnarneskirkju 24. feb. Það gekk vel og nutu kórkonur góðra veitinga á eftir. 

Sungið í Seltjarnarneskirkju.

Vortónleikar Senjórítanna  voru haldnir  í Langholtskirkju.  Kvennakór Reykjavíkur var gestur þeirra.. Kórarnir sungu sitt í hvoru lagi en einnig 3 sameiginleg lög að lokum.
Landsmót íslenskra kvennakóra haldið í Reykjanesbæ. 27 Senjórítur tóku þátt í því og sungu fyrsta kvöldið í Keflavíkurkirkju en tóku einnig þátt í sameiginlegri dagskrá. 
Jólasamsöngur Kvennakórs Reykjavíkur og Senjórítanna í safnaðarheimili Grensáskirkju.

Kvennakóramót í Keflavík.

2003 
Þann 25.jan. voru liðin 10 ár frá fyrstu æfingu Kvennakórs Reykjavíkur og í tilefni af því var efnt til afmælisveislu í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjvíkur.  Senjóríturnar tóku þátt í fagnaðinum.
Senjórítur héldu sína fyrstu sjálfstæðu tónleika í Háteigskirkju 12. apríl. Umsögn um þá birtist undir fyrirsögninni: Tónlistarveisla í Háteigskirkju og endaði á: Áfram sstelpur.
Senjórítur sungu 6. des.  á aðventukvöldi í Kópavogskirkju.
Jólasamsöngur Kvennakórs Reykjavíkur í sal Ferðafélags Íslands, þar sem Senórítur sungu nokkur lög.

Vortónleikar í Háteigskirkju.

2004
Senjórítur voru beðnar um að syngja við messu í Breiðholtskirkju á mæðradaginn 11. maí, hvað þær gerðu með ánægju. 
Vorferðalag Senjórítanna var til Vestmanneyja og þar sungu þær á elliheimilinu, héldu tónleika í sal Listaskólans og um kvöldið á vorfagnaði Félags eldri borgara, sem þær tóku þátt í og skemmtu sér vel  
Senjórítur sungu í 80 ára afmælisfagnaði Soffíu Stefánsdóttur og nutu góðra veitinga á eftir
Vortónleikar Senjórítanna voru í Háteigskirkju 9. maí.
Jólafagnaður kóranna var haldinn í sal Ferðafélagsins 8. des, vel heppnaður að vanda.
Senjórítur sungu 19. des. við fjölskyldumessu í Digraneskirkju.


2005  
Landsmót íslenskra kvennakóra var haldið í Hafnarfirði. Alls mættu 400 konur, þar af tíu Senjórítur, en þær komu ekki fram sérstaklega.
Vortónleikar Senjórítanna voru haldnir í Grensáskirkju 21, apríl og tókust mjög vel.
Senjóríturnar leiddu söng við messu aldraðra í Grafarvogskirkju 1,.júní.
Söngferðalag Kvennakórs Reykjavíkur til Finnlands, Eistlands og Svíþjóðar.  Svíar ætluðu að halda norrænt kvennakóramót en hættu við. Kvennakór Reykjavíkur og  100 norskar kórsystur hittust í Tallinn og sungu saman.  Senjórítum var boðið að koma með í þessa ferð og nokkrar þáðu það ágæta boð. Ferðin öll var heilt ævintýri !
Jólasamsöngur  í Glæsibæ þar sem Kvennakór Reykjavíkur og Senjórítur sungu fyrir gesti.


2006  
Vortónleikar Senjórítanna í Grensáskirkju.
Jólasamsöngur í Breiðholtskirkju.
Aðventutónleikar í Digraneskirkju.


2007 
Síðasta vetrardag sungu Senjóríturnar á skemmtun í Breiðholtskirkju: Veturinn kvaddur Senjóríturnar voru boðnr í samverustund og góðar veitingar hjá Litla kórnum í Neskirkju. .Inga Bachmann stjórnaði fjöldasöng en þetta var líka “generalprufa” fyrir vortónleika Senjórítanna.  
Vortónleikar Senjórítanna í Háteigskirkju.
Jólasamsöngur með Kvennakór Reykjavókur í Breiðholtskirkju.


2008 
Senjórítur voru beðnar um að syngja við messu í Breiðholtskirkju 10. feb. 
Þær sungu líka 12. mars við guðþjónustu, sem var samstarfsverkefni Breiðholtskirkju og Ellimálaráðs.   
Landsmót kvennakóra á Höfn í Hornafirð. 400 konur mættar þ.á m. nokkrar Senjórítur. 
Vortónleikar 3. maí í Grensáskirkju.
Jólasamsöngur Kvennakórs Reykjavíkur og Senjórítanna. 


2009
Senjórítur sungu á skemmtun á Vitatorgi á bóndadaginn. 
Sungu líka við messu í Breiðholtskirkju 15. feb.
Svo var veturinn kvaddur með skemmtun í Breiðholtskirkju og þar sungu Senjóríturnar eins og venjulega.
Vortónleikar Senjórítanna í Neskirkju.
Jólasamsöngur Kvennakórs Reykjavíkur og Senjórítanna í Breiðholtskirkju.

Vortónleikar í Neskirkju.

2010
Vortónleikar Senjórítanna í Neskirkju. 
Í nóv. sungu Senjórítur ásamt ásamt kór Hjallakirkju við messu í Hjallakirkju.
Jólasamsöngur Kvennakórs Reykjavíkur og Senjórítanna. í Breiðholtskirkju var að vanda vel sóttur af fjölskyldum og vinum beggja kóranna.     

Ágota, Vilberg og börnin þeirra á Hótel Sögu eftir tónleika 2010

2011
Senjórítur sungu í Breiðholtskirkju að vanda síðasta vetrardag, einnig við helgistund í Digraneskirkju 10 maí
Dagana 29. apríl til 1. maí var landsmót kvennakóra haldið á Selfossi. Það sóttu 6oo konur og var mótið í alla staði mjög glæsilegt.  Þátttakendur dáðust að því hve vel það var skipulagt og hve snurðulaus öll framkvæmd var. 24 Senjórítur tóku þátt í landsmótinu en komu ekki fram sérstaklega.    
Vortónleikar Senjórítanna í Digraneskirkju.
Jólasamsöngur kóranna eins og venjulega í Breiðholtskirkju.


2012
Veturinn kvaddur í Breiðholtskirkju með söng Senjórítanna og fleiri skemmtiatriðum.  Vortónleikar Senjórítanna í Grensáskirkju .
Jólasamsöngur í Breiðholtskirkju, mjög glæsilegur.


2013
Í feb. var haldið í söngbúðir á Selfossi. Stífar æfingar allan laugardaginn og til hádegis á sunnudag, oft æfðu hjónin, Ágota og Vilberg, sitt hvorn hópinn svo tíminn nýttist vel. 
Það fór vel um okkur á Hótel Selfossi og þar fengum við fína þriggja rétta máltíð á laugardagskvöldið. Mjög skemmtilegar og árangursríkar söngbúðir. 
Senjórítur voru beðnar um að syngja í Ráðherrabústaðnum fyrir ráðuneytisstjóra sem voru þar með veislu.Ráðuneytisstjóri hafði heillast af sönggleði Senjórítanna þegar þær voru í vorferðalagi og gistu á Hótel Laka. Hafði m.a.s. tekið lagið með þeim ! Söngurinn í Ráðherrabústaðnum var algjört ævintýri og og stemmingin frábær !
Og svo kom STÓRA  stundin, við sungum í Eldborgarsal Hörpu. ! Þar voru haldnir afmælistónleikar Kvennakórs Reykjavíkur, sem varð 20 ára þann 23.janúar. Fram komu 6 kórar, sem allir hafa runnið undan rifjum Kvennakórsins þessi 20 ár. 
Senjórítur sungu 2 lög, “Líttu sérhvert sólarlag” með stuðningi Kvennakórs Reykjavíkur og “Íslensku Senjóríturnar” (alveg hjálparlaust !)  Auk þess sungu þær 7 lög með öðrum kórum, þar af sungu allir kórarnir saman 5 lög. Þetta var glæsileg tónlistarveisla sem tókst með ágætum og mikil upplifun að mega taka þátt í henni.

Senorítur í Hörpu 7.4.2013

Senorítur í Hörpu 7.4.2013

Altin 7.4.2013

2014

Strax í janúar var ljóst að árið yrði viðburðaríkt.
Senjórítur sungu fáein lög á þorrablóti eldri borgara við Vitatorg, 7.febrúar. Gerður var góður rómur að söngnum og einhver hafði á orði, að þetta væri „besti kvennakór á Íslandi“!
Konum fjölgar stöðugt í kórnum og nálgast nú áttatíu, flestar í sópran en fæstar í mezzó.

22.-24.febrúar fór kórinn í æfingabúðir á Selfoss. Lagt var af stað í bítið á laugardagsmorgni og vorum við komnar austur fyrir klukkan 10. Þá þegar hófust æfingar; skiptu Ågota og Vilberg kórnum á milli sín.  Æft var til hádegis, þá var snædd heit súpa með brauði.  Æft fram að kaffihléi og enn haldið áfram, fram eftir degi. Þá var gefið stutt hlé, svo konur gætu snyrt sig og klætt í betri fötin fyrir kvöldverð. Þriggja rétta máltíð var fram borin. Frést hafði af veru kórsins á staðnum og vorum við beðnar um að syngja afmælissöng og fleira fyrir tilfallandi gesti!  Nú voru konur komnar í verulega gott skap og stigu sumar dans fram á nótt.
Á sunnudagsmorgun, konudag, var fram borinn glæsilegur morgunverður, en að honum loknum héldu æfingar áfram, þar sem frá var horfið á laugardag.
Æft til hádegis. Þá var pakkað saman í skyndi og haldið til Reykjavíkur, eftir góða og lærdómsríka ferð í alla staði.
Stífar æfingar fyrir kóramótið á Akureyri voru framundan. 

8.maí héldu 38 eftirvæntingarfullar Senjórítur af stað á Landsmót íslenskra kvennakóra á Akureyri.
Sigurlaug Guðmundsdóttir hafði veg og vanda af undirbúningi ferðarinnar en naut liðsinnis nokkurra kórkvenna. Ferðin gekk vel. Kona var konu gaman, sagðar voru sögur og ýmsum fróðleik miðlað, af þeim sem þekkingu höfðu til, og lagið tekið, að sjálfsögðu. 

Stuttur stans í Hreðavatnsskála

Kvöldverður var snæddur í Áshúsi, Skagafirði. Þar var stansað um stund og safnið, sem þar er, skoðað. Komið til Akureyrar um níuleytið.
Dagarnir á Akureyri liðu við æfingar og tónleika, skoðunarferðir og kaffihúsaspjall.  700 konur, samankomnar frá öllum landshornum og fáeinar frá Noregi að auki. Allt gekk eins og í sögu, konur skemmtu sér vel og kynntust konum úr öðrum kórum. Vel var veitt og vel fór um alla. Dagskráin var þó nokkuð ströng. Að loknum frábærum lokatónleikum síðdegis á sunnudag, var Akureyri kvödd. Þreyttar en glaðar konur komu til Reykjavíkur skömmu eftir miðnætti 11.maí. Eftirminnilegri og skemmtilegri ferð var lokið.

Hof umvafið kórkonum á landsmóti á Akureyri


Hausttónleikar Senjóríta haldnir 19.október í Grensáskirkju.
Þar voru sungin íslensk og erlend lög; Ragna S. Bjarnadóttir og Sigrún Ósk  Ingadóttir, sungu einsöng og dúett. Góðir tónleikar og vel sóttir.
Í byrjun desember sungu Senjórítur fyrir vistmenn á DAS í Hafnarfirði, Sóltúni og Vitatorgi. Ágætis rennsli með jólalögin. 

Hausttónleikar Senjóríta haldnir 19.október í Grensáskirkju

Jólatónleikar  7.desember  í Fella- og Hólakirkju. Þar sungu Senjórítur nokkur lög og fáein lög með Kvennakór Reykjavíkur. Einstaklega hátíðlegir tónleikar með kertaljósaluktum víða um krikjuna.  Að loknum tónleikum var kórkonum og gestum boðið uppá léttar veitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. 
Þar með lauk ánægjulegu söngári Senjóríta 2014.

Jólatónleikar  7.desember  í Fella- og Hólakirkju


2015

Æfingar hófust af krafti í janúar eftir jólafrí. Spennandi tónleikar framundan í  vor og haust  með nýjum lögum.
Helgina 14.-15. febrúar var farið í hina árlegu æfingabúðir austur á Selfoss.
Lagt af stað snemma á laugardagsmorgni.  Sungið allan daginn með smá kaffi- og hádegishléi.  Um kvöldið var síðan hátíðar kvölverður að hætti hótelsins.  Heimatilbúin skemmtiatriði, fróðleikur, söngur, gítarspil og grín. Greinilega hæfileikaríkar konur sem Senjórítur eiga. Meiri söngur eftir morgunverð á sunnudeginum áður en haldið var heim. Að þessu sinni var Ågota ein með æfingarnar þar sem Vilberg var í Ungverjalandi.