Senjorítur‎ > ‎

Ferðalög og skemmtanir

Aðalfundur Senjoríta 07.11.2012 Skemmtiatriði. Frá vinstri Ragna, Ragnheiður, Anna Sigríður og Guðmundína


Senjórítur hafa greinilega alltaf haft gaman af að hittast og skemmta sér saman.  Minningar og myndir sýna þær við kaffidrykkju eða að borða saman á fínum veitingastöðum.

Svo fóru þær að skipuleggja skemmtiferðir út úr bænum   Fyrsta ferðin árið 2000 er mjög minnisstæð. Hún hófst með morgunverðarveislu hjá Soffíu Stefánsdóttur og síðan var haldið austur í Biskupstungur. 

Morgunverður hjá Soffíu og Páli.

Komið í Skálholtskirkju og sungin nokkur lög en síðan haldið í sumarbústað Unnar Ágústsdóttur og  haldið áfram að borða, lyfta sherrýglösum og syngja.  Einnig var farið í gönguferð og nokkrar smelltu sér í heita pottinn áður en kom að kvöldmatnum: grilluðum lærum og gómsætu meðlæti.   

Flottar í heita pottinum hjá Unni.

Þetta var upphafið að árvissum vorferðum vítt og breitt um landið, og nú er komin á sú fasta  hefð að annað vorið er farið í dagsferð en hitt vorið í tveggja daga ferð.  Vorið 2004 var reyndar farið í 3ja daga ferð til Vestmanneyja að undirlagi kórkvenna frá Vestmanneyjum.  Fyrir utan skoðunarferð og aðra skemmtan söng kórinn  á elliheimilinu, hélt opinbera tónleika  og tók þátt í árshátíð eldri borgara í Vestmanneyjum og söng þar nokkur lög.

Arthur Björgvin “messar” á Hlíðarenda, 2001.

Í Vestmannaeyjum 2004.

Spjallað og sungið í bússtaðnum hjá Unni 2006

Miðaldarveisla i Skálholti –Það á að nota borðdúkinn sem munnþurrku, 2006.

Vorferð á Reykjanes 2007.

 Skrafað undir vegg á Stóra-Núpi 2009.
Dansað í Kjósinni í lok vorferðar 2011.

Vorferð á Hótel Laka 2012.

Vorferð 2013. Sungið í sólskininu í Herdísarvík.

Árið 2014

Árleg skemmtiferð Senjóríta var farin 17.september. 
Að þessu sinni var haldið að Sólheimum í Grímsnesi. Fyrst var þó ekið í gegnum Hveragerði, þaðan að Þrastarlundi, hvar áð var um stund. Konur fengu sér ís, sælgæti og kaffi, smá lystauka fyrir hádegisverðinn! Síðan var ekið sem leið lá í áfangastað. Þar var okkur tekið fagnandi og settust konur beina leið að borðum. Heit súpa, brauð og salat og kaffi á eftir. Nú voru allar vel mettar og nutu þess að ganga um staðinn og skoða það sem þar fer fram, undir  dyggri leiðsögn heimakonu. 
Stórmerkilegt starf sem unnið er með fólkinu sem þarna býr og á við þroskahömlun að stríða. Í lokin skoðuðum við kirkju staðarins. Eftir léttan drykk, glens og gaman í Sesselíuhúsi var haldið að Laugarvatni. Þarna var snæddur þriggja rétta kvöldverður í notalegum húsakynnum. Góður endir á ánægjulegri haustferð Senjóríta.

Haustferð í Grímsnesið 2014

Stuð hjá Hrefnu og Maríu


Aðalfundur kórsins var haldinn 6.nóvember á Grandhóteli.
Þar fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf að loknum fordrykk og rifjað upp það sem við hafði borið hjá kórnum á árinu. Kolbrún Valdimarsdóttir, formaður, setti fundinn en María Björnsdóttir sá um fundarstjórn. Snæddur góður matur, sungið og farið með gamanmál fram eftir kvöldi. 
 Aðaalfundur í nóvember 2014
 Hrefna og Guðmundína skemmta á aðalfundi