Senjorítur‎ > ‎

Kórstjórar

Senjóríturnar hafa verið ákaflega heppnar með hvað þær hafa alltaf fengið góða kórstjóra. Rut Magnússon lagði grunninn og skapaði góðan anda.  Við söknuðum hennar sárt þegar hún hætti. En maður kemur svo sannarlega í manns stað,  Sigrún Þorgeirsdóttir tók við Senjórítunum haustið 2000.  Okkur fannst hún bráðung og svo kát og skemmtileg að við yngdumst allar upp !  

 Í Ými, Sigrún tekin við stjórn, 2000. 

Haustið 2006 fengu Senjóríturnar nýjan söngstjóra, Ágota Joó og maðurinn hennar Vilberg Viggósson fylgdi eiginlega með og  hefur sýnt kórnum tröllatryggð. Gefið honum skemmtilegar útsetningar, kennt honum í forföllum kórstjórans og alltaf spilað undir fyrir kórinn. Þau eru algjör himnasending ! Ágota er frábær stjórnandi, mikil fagmanneskja og metnaðargjörn fyrir hönd kórsins. Glöð og gefandi og svo viðurkennandi að undrun sætir og kórkonur gera meira en þær geta undir hennar stjórn !

Hjónin Ágota Joó, kórstjóri og Vilberg Viggósson.

Það hefur oft verið skipt um húsnæði þessi 16 ár, sem Senjórítur hafa starfað. Kóræfingar hafa verið á a.m.k. 5 stöðum og þurft að greiða húsaleigu. En síðan 2008  er sungið í ágætum sal í félagsmiðstöðinni við Vitatorg, sem borgin hefur lagt Senjórítum og Kvennakór Reykjavíkur til þeim að kostnaðarlausu .Vonandi verður það til frambúðar því þar líður okkur vel og samskipti við húsráðendur verið mjög góð.. 

Föst hefð er fyrir því að Kvennakór Reykjavíkur og Senjóríturnar séu með jólasamsöng. Síðustu árin hefur hann verið í Breiðholtskirkju og á eftir hafa kvennakórskonur boðið öllum til veislu, kakó, kökur og meiri söngur m.a. er ómissandi að syngja saman “Þrettán dagar jóla”