Senjorítur‎ > ‎

Reglur og Markmið

1. Heiti:

Senjórítur
Söngdeild innan sérfélagsins “Kvennakór Reykjavíkur “, ætluð söngelskum konum frá sextíu ára aldri.

2. Hlutverk:

Að efla áhuga og þekkingu fyrir góðum söng og góðum félagsanda og taka þátt í tónleikahaldi því sem kórstjóri stefnir að hverju sinni.

3. Réttindi og skyldur:

Að stunda boðaðar söngæfingar 
Að tilkynna raddformönnum forföll
Greiða árgjöld til Kvennakórsins og fara eftir starfsreglum sem þar gilda.
Kvennakórinn leggur til húsnæði fyrir æfingar og kórstjóra.

4. Stjórn og nefndir:

Stjórn Senjóríta er kosin á aðalfundi til 2ja ára í senn. Stjórnin skal skipuð fimm konum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda, sem skipta með sér verkum.

5.  Raddformenn:

Ein kona fyrir hverja rödd, þær sjái um að boða æfingar og fundi og skrá mætingar.
Raddformenn kjósi sér nótnavörð úr sínum hópi sem haldi utan um söngnótur og annist fjölföldun söngnótna.

6. Kaffinefnd:

Tvær samhentar Senjórítur, sem sjá um kaffi og meðlæti í kaffihléum.

7.  Klæðnaður á tónleikum:

Svartur með rauðri slæðu um hálsinn en samræmis skal gætt.  Slæðurnar sem eru einkenni Senjóríta eru eign kórsins. Slæðuvörslu annist ein kórkona.

8.  Hagnaður af kaffisölu samsöng eða öðru

Hagnaður af kaffisölu samsöng eða öðru skal renna í Senjórítusjóð sem gjaldkeri annast og stjórn hefur umsjón með.

9.  Aðalfundur

Aðalfundur skal haldinn árlega fyrir 15, nóvember og eftir almennum fundarreglum. 
Starfsár kórsins er frá byrjun september til maíloka og skiftist í haust og vorönn.Stjórnin sitji minnst tvö ár og ekki skulu fleiri en tvær stjórnarkonur auk formanns láta af stjórn samtímis. Enginn skal sitja lengur en fjögur ár. Stjórn er heimilt að sitja stjórnarfundi Kvennakótrs Reykjavíkur án atkvæðisréttar

Reykjavík í september árið 2000.