Nýjasta nýtt

Kvennakórinn keppir í undanúrslitum í Kórar Íslands

posted Oct 3, 2017, 3:03 AM by Kolbrun Halldorsdottir   [ updated Oct 27, 2017, 7:04 AM ]

900 9003

Næstkomandi sunnudagskvöld þann 29.október tekur Kvennakór Reykjavíkur þátt í undanúrslitum í Kórar Íslands á Stöð 2. Alls tóku 20 kórar þátt í fyrstu umferð, þar af 5 kvennakórar og er Kvennakór Reykjavíkur eini kvennakórinn sem komst áfram í undanúrslit.
Á sunnudagskvöldið munum við syngja eldhresst og skemmtilegt lag sem kórinn heldur mikið upp á og við treystum á ykkur kæru vinir að koma okkur í úrslitin með því að hringja í símanúmerið 900-9003 og kjósa okkur áfram. Kosning hefst um leið og þátturinn byrjar kl 19:10 og það geta allir kosið eins oft og þeir vilja. Hér er atriðið okkar úr síðasta þætti:   http://www.visir.is/section/MEDIA99&fileid=CLP57500 
Áfram stelpur! Tryggjum að það sé kvennakór í úrslitum í Kórar Íslands! Númerið er 900 9003 :) 
Kærar þakkir 
Hér er mynd frá æfingu á Ásbrú. 


Kvennakór Reykjavíkur tekur þátt í Kórar Íslands

posted Oct 1, 2017, 3:54 AM by Kolbrun Halldorsdottir

Í kvöld tökum við í Kvennakór Reykjavíkur þátt í Kórar Íslands á Stöð 2. Úsendingin byrjar kl 19:10 og við erum númer þrjú í röðinni. 
Við ráðumst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og munum flytja magnað ungverskt verk sem fjallar um mann sem er einn í dimmum skógi þar sem sér ekkert nema myrkur en hann heyrir þytinnn laufinu, vængjaslátt fuglanna og gárurnar í vatninu. Allt í einu birtir til því tungsljósið brýtur sér leið í gegn um myrkrið. 
Við kórsysturnar erum mjög spenntar og hlökkum mikið til að syngja fyrir ykkur. Okkur þætti vænt um ef þið mynduð kjósa okkur áfram í símakosningunni, númerið er 900-9003. Góða skemmtun 

Kvennakór Reykjavíkur auglýsir eftir nýjum kórsystrum

posted Aug 22, 2017, 8:16 AM by Kvennakór Reykjavíkur   [ updated Aug 22, 2017, 8:56 AM ]Kvennakór Reykjavíkur auglýsir eftir nýjum kórsystrum í allar raddir

Framundan er spennandi og skemmtilegur söngvetur og verður fyrsta æfing vetrarins haldin þann 6.september. Öllum nýjum kórsystrum gefst kostur á þátttöku í námskeiði í kórsöng í upphafi annar. Nánari upplýsingar um námskeiðið er að finna hér að neðan

Ef þú ert á aldrinum 18-50 ára og langar til að taka þátt í skemmtilegu og fjölbreyttu kórstarfi í skemmtilegum hópi kvenna, hafðu þá samband með því að senda tölvupóst á postur@kvennakorinn.is. Við tökum vel á móti þér :)

Námskeið í kórsöng

posted Aug 22, 2017, 8:10 AM by Kvennakór ReykjavíkurNámskeið í kórsöng

Hefur þig alltaf langað til að syngja?
Hér er tækifærið. Kvennakór Reykjavíkur stendur fyrir þriggja kvölda námskeiði í kórsöng fyrir konur á aldrinum 18-50 ára
Kynnt verða undirstöðuatriði í raddbeitingu, nótnalestri og túlkun.
Kennarar söngkonurnar Andrea Gylfadóttir og Þóra Einarsdóttir ásamt Agotu Joo kórstjóra.
5. 7. og 12. september
Vitatorgi, Lindargötu 59 kl. 20-22
Verð kr. 10.000
Skráning og nánari upplýsingar á postur@kvennakorinn.is

Vortónleikar Kvennakórs Reykjavíkur

posted May 15, 2017, 4:38 AM by Kolbrun HalldorsdottirÞað eru tónleikar framundan!
Kvennakór Reykjavíkur ætlar að fara um víðan völl á vortónleikum sínum þann 18. maí í Guðríðarkirkju. Eitt af því skemmtilegasta sem kórinn gerir er að takast á við allskonar tónlist og það mun hann sannarlega gera þetta vorið. Við reynum okkur við smellna þýðingu Þórarins Eldjárns á ABBA lagi úr Mamma Mia, Bítlarnir leggja til nokkur lög og aðdáendur Prúðuleikaranna verða ekki fyrir vonbrigðum. Við dustum rykið af óborganlegu skúringanúmeri og tökumst á við krefjandi klapp í White Whinter Hymnal. Ungversk, bandarísk, norsk, bresk og að sjálfsögðu íslensk lög eru á dagskránni og eru þau hvert öðru fallegra. Efnisskráin er í ætt við íslenskt sumarveður svo gestir ættu að vera við öllu búnir, með sól í hjarta.
Stjórnandi er Ágota Joó. 
Um undirleik sjá Birgir Bragason á Bassa, Erik Robert Qvick á slagverk og Vilberg Viggósson á píanó. 

Miðaverð: 3.000 kr í forsölu, 3.500 kr við innganginn. 
Miðar fást hjá kórkonum eða með því að senda tölvupóst á netfangið postur@kvennakorinn.is


Jólakveðja 2016

posted Dec 21, 2016, 8:45 AM by Kolbrun Halldorsdottir

Kvennakór Reykjavíkur óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og  þakkar fyrir allar skemmtilegu stundirnar og stuðninginn á þessu viðburðarríka ári sem er að líða

Megi árið 2017 færa ykkur öllum

gleði í hjartað, hamingju, ást og tónlist <3


Viltu syngja með okkur?

posted Dec 15, 2016, 2:19 AM by Kolbrun HalldorsdottirKvennakór Reykjavíkur óskar eftir fleiri kórsystrum - sendu okkur póst á postur@kvennakorinn.is ef þig langar að vera með. 
Fyrsta æfing á nýju ári 2017 verður 9.janúar.
Við hlökkum til að heyra frá þér. 

Aðventutónleikar í Háteigskirku 27. nóvember

posted Nov 22, 2016, 9:07 AM by Kvennakór Reykjavíkur   [ updated May 3, 2017, 6:37 AM by Kolbrun Halldorsdottir ]


Kvennakór Reykjavíkur heldur tvenna aðventutónleika í Háteigskirkju, fyrsta sunnudag í aðventu, þann 27.nóvember.
Fyrri tónleikarnir hefjast kl. 17 og þeir seinni kl. 20. 

Á efnisskrá eru lög sem tónleikagestir þekkja og munu án efa koma öllum í hátíðarskap. 
Þar má nefna hinn gullfallega sálm Kolbeins Tumasonar frá 13. öld, Heyr himnasmiður, við lag Þorkels Sigurbjörnssonar, Jólaköttur Jóhannesar út Kötlum við lag Ingibjargar Þorbergs í útsetningu Vilbergs Viggósonar sem einnig útsetti fyrir kórinn lag eftir Eyvör, Dansaðu vindur. Þá má einnig nefna gamlan vin, Gloríu eftir Vivaldi, Gaudeamus Hodie, Bæn Arons og fleiri perlur sem fylla efnisskrána. 

Í kjölfar hvorra tónleika um sig, býður Kvennakór Reykjavíkur gestum að staldra við í safnaðarheimili Háteigskirkju og þiggja léttar og jólalegar veitingar, spjalla og njóta samveru.

Stjórnandi er Ágota Joó, um undirleik sjá þeir Vilberg Viggósson á píanó, Hávarður Tryggvason á kontrabassa, Sigurgeir Agnarsson á Selló og Zbigniew Dubik á fiðlu. 

Miðaverð er 3.000 kr í forsölu og 3.500 kr við innganginn og fást miðar hjá kórkonum, í síma 8966468 eða í gegn um netfangið postur@kvennakorinn.is

Hlökkum til að sjá ykkur.

Fyrsta æfing haustannar 2016

posted Sep 30, 2016, 7:53 AM by Kolbrun Halldorsdottir

Kvennakór Reykjavíkur er kominn heim eftir frægðarför til Spánar þar sem kórinn tók þátt í alþjóðlegri kórakeppni á Lloret de mar. Kórinn fékk gulldiplómu í öllum þeim flokkum sem hann tók þátt í. 
Það eru því eldheitar og sprækar kórkonur sem hefja spennandi haustönn á mánudaginn 3.október. Við viljum endilega fá að deila gleðinni og bjóðum því nýjar kórkonur hjartanlega velkomnar. Ef þig langar til að taka þátt í skemmtilegu og fjölbreyttu kórstarfi og ert á aldrinum 20 - 50 ára, hafðu þá samband með því að senda tölvupóst á postur@kvennakorinn.is.

Við hlökkum til að heyra frá þér.

Vortónleikar miðvikudaginn 4.maí kl. 20

posted Apr 22, 2016, 1:33 AM by Kvennakór Reykjavíkur


Með mikilli tilhlökkun og eftirvæntingu undirbýr Kvennakór Reykjavíkur sig fyrir vortónleika, sem haldnir verða í Langholtskirkju 4. maí n.k. Kórkonur hafa lagt á sig óvenju mikla vinnu við að gera dagskrá vortónleikanna sem glæsilegasta. Ástæðan er sú að kórinn mun taka þátt í keppni sem haldin verður í Lloret de Mar á Spáni 12. – 19. september. Vortónleikagestir munu njóta þeirrar fjölbreyttu tónlistar er þar verður flutt. Eins og oft áður er víða komið við og sungin lög úr ýmsum heimshornum. Þar má nefna tvö lög frá Katalóníu, Canco del pescador de llunes og El ball de Sant Ferriol, Las Amarillas frá Mexíkó, O mio Babbino caro frá Ítalíu, frá Lapplandi hið gullfallega Eatnemen Vuelie og hið magnaða ungverska verk Éjszaka eftir Karai József. Íslenskar perlur eru einnig á efnisskránni, svo sem Salve Regina, sem Hjálmar H. Ragnarsson samdi sérstaklega fyrir Kvennakór Reykjavíkur á sínum tíma, Spinna minni eftir Mist Þorkelsdóttur og Sköpun, fæðing, skírn og prýði eftir Huga Guðmundsson. Þá eru ótalin lög eftir Björn og Benny í Abba, John Lennon, Burt Bacharach og Ómar Ragnarsson svo nokkrir séu nefndir. Það er von okkar að þessi fjölbreytta dagskrá gleðji tónleikagesti okkar og blási þeim vori í brjóst. 

Miðaverð: 3.000 kr í forsölu / 3.500 við innganginn. 
Miðar fást hjá kórkonum, í síma 896 6468 eða á netfanginu postur@kvennakorinn.is

Sjáumst í sumarskapi í Langholtskirkju

1-10 of 39