Kvennakór Reykjavíkur óskar eftir hressum og öflugum konum á aldrinum 20-50 ára til að taka þátt í kórstarfinu og býður öllum þeim sem hafa áhuga að koma á opna æfingu með kórnum. Æfingin verður mánudaginn 14. janúar kl 18:30 að Vitatorgi (gengið inn frá Skúlagötu). Þar gefst öllum áhugasömum konum tækifæri til að hitta kórkonur í Kvennakór Reykjavíkur, syngja með á æfingunni og fara svo í raddpróf að lokinni æfingu.
Nánari upplýsingar fást með því að senda póst á postur@kvennakorinn.is
Við hlökkum til að sjá ykkur :)
Lesa meira

Kvennakór Reykjavíkur hefur fengið það stórskemmtilega og risastóra verkefni að halda landsmót Gígjunnar, landsambands kvennakóra í maí 2020. Undirbúningur er hafinn á fullu og hófst í raun strax í rútunni á leiðinni heim frá síðasta landsmóti á Ísafirði vorið 2017. 

Mótið verður haldið dagana 7. - 10. maí 2020 í Háskólabíó og nærumverfi þess. 

Allar upplýsingar varðandi mótið má finna á síðu mótsins kvennakorinn.is/landsmot-2020

Einnig munum við birta myndir af undirbúningi og fleira á samfélagsmiðlum undir myllumerkinu #syngjandivor2020

Lesa meira


Kvennakór Reykjavíkur óskar eftir hressum og öflugum konum á aldrinum 20-50 ára til að taka þátt í kórstarfinu og býður öllum þeim sem hafa áhuga að koma á opna æfingu með kórnum. Æfingin verður miðvikudaginn 29. ágúst kl 19 að Vitatorgi (gengið inn frá Skúlagötu). Þar gefst öllum áhugasömum konum að hitta kórkonur í Kvennakór Reykjavíkur, syngja með og fara svo í raddpróf að lokinni æfingu.
Nánari upplýsingar fást með því að senda póst á postur@kvennakorinn.is
Við hlökkum til að sjá ykkur

Lesa meira

Kvennakór Reykjavíkur á 25 ára afmæli í ár og mun fagna afmælinu með tvennum stórglæsilegum afmælistónleikum þann 5.maí nk og verða þeir fyrri kl 14 og þeir síðari kl 17.

Kórinn mun hrista rykið af lögum sem hafa fylgt honum í gegnum tíðina og einnig flytja lög sem hafa verið útsett fyrir kórinn í tilefni afmælisins. Sum lögin krefjast bæði þjálfunar hugar og handa og jafnvel fóta og öll eru þau vel valin og umfram allt skemmtileg. Í andyri Seljakirkju verður á sama tíma sýning á auglýsingaplakötum kórsins í gegnum tíðina en þau eru hönnuð af einstakri snilld af Andreu Haraldsson hönnuði og heiðursfélaga kórsins. 

Lesa meira