Nýjasta nýtt

Hin ljúfu jól

posted Nov 23, 2014, 2:58 PM by Kolbrun Halldorsdottir   [ updated Nov 23, 2014, 3:04 PM ]


Kvennakór Reykjavíkur býður gesti hjartanlega velkomna á aðventutónleika í Fella- og Hólakirkju.
Það er von okkar að gestir njóti þess að hlusta á kórinn syngja fallegan jólalsöngvaseið við kertaljós á öðrum sunnudegi í aðventu. Lagavalið er fjölbreytt og alþjóðlegt eins og oft áður.

Sungið er um spennuna sem fylgir aðventunni, jólaljósin, hjátrúna, veðrið og hina helgu nótt. Jólakötturinn eftir Jóhannes úr Kötlum vð lag Ingibjargar Þorbergs, í útsetningu Vilbergs Viggósonar er í sérstöku uppáhaldi. Einnig hið ungverska Englar og hirðar eftir Z. Kodály í
íslenskri þýðingu Rúnars Einarssonar.

Sérstakir gestir Kvennakórs Reykjavíkur á fyrri tónleikum dagsins eru Senjórítur, kór eldri kvenna sem svo sannarlega slá í gegn hvar sem þær koma fram. Senjórítur telja yfir 80 konur og flytja þær sín jólalög en kórarnir syngja einnig saman nokkur lög. Stjórnandi beggja kóra er Ágota Joó og undirleik annast Vilberg Viggósson.

Í kjölfar hvorra tónleika um sig, býður Kvennakór Reykjavíkur gestum að staldra við og þyggja léttar og jólalegar veitingar og njóta samverunnar við léttan samsöng og spjall.

Miðaverð:
2500 kr. í forsölu
3000 kr við innganginn

Miðar fást hjá kórkonum, í síma 8966468 eða á www.kvennakorinn.is


Vortónleikar Kvennakórs Reykavíkur

posted May 1, 2014, 2:21 PM by Kolbrun Halldorsdottir

Vortónleikar Kvennakórs Reykjavíkur verða haldnir  í Digraneskirkju, fimmtudaginn 15.maí kl: 20: 00 og laugardaginn 17. maí kl: 17:00. Miðaverð er 2500kr í forsölu og 3000 við innganginn. 

Aðventutónleikar Kvennakórs Reykjavíkur

posted Nov 12, 2013, 1:03 PM by Kolbrun Halldorsdottir


Jólakortasala

posted Oct 23, 2013, 4:12 PM by Kolbrun Halldorsdottir


Tónleikar Senjoríta

posted Oct 7, 2013, 10:49 AM by Kolbrun Halldorsdottir   [ updated Oct 7, 2013, 10:50 AM ]

Senjorítur halda tónleika í Grensáskirkju, 19.október kl 14. Miðaverð er aðeins kr. 1500 fyrir fullorðna og kr. 600 fyrir börn frá 12 ára aldri. Ókeypis er fyrir er fyrir yngri en 12.ára.
Við hlökkum til að sjá ykkur.

myndin er frá vortónleikum kórsins í Neskirkju, vorði 2009

Fyrsta æfing haustannar 2013

posted Aug 22, 2013, 2:24 PM by Kvennakór Reykjavíkur


Vortónleikar Kvennakórs Reykjavíkur

posted May 14, 2013, 6:35 AM by Kolbrun HalldorsdottirKvennakór Reykjavíkur auglýsir vortónleika kórsins í Fella- og Hólakirkju, 26.maí 2013, kl.17:00

Kvennakór Reykjavíkur var stofnaður 1993 og heldur upp á tuttugu á afmæli sitt í ár.
Til að fagna þessum tímamótum hélt kórinn tónleika, sem báru nafnið Frá konu til konu í Eldborgarsal Hörpu ásamt öllum kórum, sem starfað hafa í tengslum við Kvennakór Reykjavíkur. Og nú er komið að því að fagna með vortónleikum kórsins réttum tuttugu árum eftir fyrstu tónleika hans.

Vortónleikarnir bera keim vorkomu og gleði. Litið er um öxl og rifjuð upp lög frá tuttugu ára ferli í bland við nýtt efni. Sungin verður íslensk tónlist, gömul og ný. Ísland farsælda Frón, þjóðlag við ljóð Jónasar Hallgrímssonar; Þó þú langförull legðir eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Stephans G. Stephanssonar; Breyttur söngur eftir Þóru Marteinsdóttur við ljóð Huldu og Líttu sérhvert sólarlag, lag og ljóð eftir Braga Valdimar Skúlason. Í erlenda lagavalinu er mikil fjölbreytni. Hátíðleg, skemmtileg, ljúf og létt tónlist og jafnvel má búast við einhverju óvæntu. Víst að allir finna þar tónlist við sitt hæfi.

Stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur er Agota Joó. Píanóleik annast Vilberg Viggósson og Hávarður Tryggvason leikur á kontrabassa.

Miðaverð: 3000 kr./ 2500 kr. í forsölu. Miðar fást hjá kórkonum, í síma 8966468 eftir kl 17 eða á postur@kvennakorinn.is

Frá konu til konu - Kvennakór Reykjavíkur 20 ára

posted Mar 14, 2013, 4:38 AM by Kvennakór Reykjavíkur   [ updated Mar 21, 2013, 2:27 AM ]


Í tilefni af 20 ára afmæli Kvennakórs Reykjavíkur verða haldnir hátíðartónleikar, „Frá konu til konu“, í Eldborgarsal Hörpu, sunnudaginn 7. apríl kl 15, þar sem að fram koma allir kórar sem starfað hafa undir merkjum Kvennakórs Reykjavíkur.

Kórarnir eru:
Kvennakór Reykjavíkur, stjórnandi Ágota Joó
Vox feminae, stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir
Stúlknakór Reykjavíkur, stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir
Léttsveit Reykjavíkur, stjórnandi Gísli Magna
Senjorítur, stjórnandi Ágota Joó
Cantabile, stjórnandi Margrét J. Pálmadóttir

Kórarnir munu syngja saman og hver fyrir sig tónlist af ýmsum toga. Þar verður tónlist eftir gömlu meistarana og ung íslensk tónskáld svo eitthvað sé nefnt.

Miðaverð er 4.800 kr / 3.800 kr / 2.800 kr
Miðasala á midi.is og harpa.is

Kvennakór Reykjavíkur á Árshátíð Eimskips

posted Feb 8, 2013, 7:04 AM by Kvennakór Reykjavíkur

Kvennakór Reykjavíkur var beðinn um að koma og syngja nokkur létt og skemmtileg lög á Árshátíð Eimskips, sem fór fram þann 2.febrúar sl.
Við vorum sérstaklega beðnar um að syngja Sjómannavalsinn - en það lag hljómar í auglýsingum Eimskips - og tókum við vel í það og æfðum það upp og sungum með glæsibrag. 
Einnig fluttum við Reykjavíkurdætur, Ég er komin heim, Kenndu mér að kyssa rétt og This little light of mine, þar sem Guðbjörg Gylfadóttir söng einsöng af stakri prýði. 
Þetta var einstaklega skemmtilegt og það sannaðist enn og aftur hvað það er gaman í félagsskap þessara yndislegu kórkvenna :)

Einnig sungum við á þorrablóti félagsmiðstöðvar aldraðra á Vitatorgi á fimmtudaginn 31.jan. Þar tókum við létta generalæfingu á áðurnefndum lögum og var það alveg sérlega skemmtilegt. Fólkið kunni vel að meta sönginn okkar og klappaði og söng með. Ágota gat ekki verið með okkur þar, en Vilberg kom með okkur og spilaði undir og tókst þetta sérlega vel.

Hér fyrir neðan eru nokkrar myndir sem Svanhildur í 1.alt fékk sendar frá Árshátíð Eimskips.


Kvennakór Reykjavíkur 20 ára

posted Feb 4, 2013, 7:35 AM by Kolbrun Halldorsdottir   [ updated Feb 4, 2013, 8:04 AM by Kvennakór Reykjavíkur ]

Kvennakór Reykjavíkur er 20 ára um þessar mundir en fyrsta formlega æfing kórsins var haldin 25.janúar 1993. Af þessu tilefni kom kórinn kórfélögum  á óvart með tertuveislu þann 23.janúar. 
Veislan var haldin í lok æfingar og höfðu kórkonur verið boðaðar fyrr á æfingu, undir því yfirskini að Ágota þyrfti að hætta snemma en vildi ekki stytta æfinguna. Vissum við svo ekki fyrr en Senjóríturnar fóru að streyma í húsið og tertur voru lagðar á borð. Heppnaðist þetta prýðilega og var veislan hin skemmtilegasta. 

Hér er hægt að sjá fleiri myndir: 


1-10 of 26