Stjórnendur
Ágota Joó
Núverandi stjórnandi
Ágota Joó er stjórnandi Kvennakórs Reykjavíkur. Ágota tók við stjórn kórsins í janúar 2010 og tók hún við af Sigrúnu Þorgeirsdóttur sem stjórnaði kórnum farsællega í rúm 12 ár.
Ágota Joó er fædd í Ungverjalandi. Hún útskrifaðist frá Franz Liszt Tónlistarháskólanum í Szeged sem píanókennari, tónfræðikennari og kórstjóri. Hún flutti til Íslands árið 1988 og byrjaði kennslu við Tónlistarskóla Ísafjarðar.
Árið 1991 flutti hún til Njarðvíkur og kenndi þar á píanó við Tónlistarskóla Njarðvíkur. Einnig var hún kórstjóri Kvennakórs Suðurnesja í nokkur ár og undirleikari Karlakórs Keflavíkur í mörg ár og lék m.a. inn á tvo geisladiska með þeim.
Ágota stjórnar einnig Senjorítum Kvennakórs Reykjavíkur.