Sagan
Kvennakór Reykjavíkur hóf starfsemi sína í janúar 1993. Hugmynd að stofnun kórsins áttu Margrét J. Pálmadóttir og áhugasamar konur í kórskóla Margrétar í Kramhúsinu árið 1992.
Fyrsti stjórnandi var Margrét J. Pálmadóttir og stjórnaði hún kórnum til vors 1997.
Sigrún Þorgeirsdóttir tók við stjórn kórsins í september 1997.
Núverandi stjórnandi er Ágota Joó en hún tók við af Sigrúnu í byrjun árs 2010.
Fyrsta æfing kórsins var 25. janúar 1993 en kórinn var formlega stofnaður 8.maí sama ár að loknum vortónleikum í Langholtskirkju.