2010
Starf vorannar hófst af krafti með nýjum kórstjóra. Æfð var tónlist frá öllum heimshornum, sungið á ensku, frönsku, ítölsku, þýsku, rússnesku, ungversku og íslensku og reynt eftir megni að læra textana utanbókar. 
Sú nýjung var tekin upp að skanna inn nótur og setja í Googledocs gagnabanka á vegum kórsins. Konur geta nú sótt nóturnar þangað og prentað út eintök fyrir sig í stað þess að nótnanefnd þurfti áður að ljósrita eintök handa öllum kórkonum sem var mjög tímafrek vinna. Haldið var áfram með upptökur á lögum fyrir hljómdiskinn með Sigrúnu og þrjú lög voru tekin upp með kammerkórnum sem stofnaður var árið 2007 og hélt tónleika í febrúar það ár. 
Kórinn fór í æfingabúðir að Skógum í byrjun mars. Góð helgi, mikil vinna og mikið fjör. 
Kórinn sá um köku- og brauðtertuhlaðborð fyrir BSRB 1. maí. Var það glæsilegt að vanda. 
 
				 
				 
				 
				






